Jarðlægur, lauffellandi runni. Greinar grannar, holar innan, myndar hálfkúlulaga massa, ungir sprotar eru dúnhærðir og með purpuralita slikju.
Lýsing
Lauf allt að 3 × 1,25 sm, oddbaugótt eða egglaga, ydd eða odddregin, grunnur langyddur en endar snögglega, dúnhærð ofan, verða seinna hárlaus, æðastrengir eru ögn dúnhærðir á neðra borði, laufleggir 2,5 mm, dúnhærðir. Blómin fölgul, axlastæð, tvö og tvö saman, með tvær varir, 1,5 sm. Berin allt að 8,5 mm, egglaga, rauð.
Uppruni
V Kína.
Harka
5
Heimildir
1, http://en.hortipedia.com
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í beðkanta, sem þekjuplanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2000 og gróðursett í beð 2006.