Lonicera periclymenum

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
periclymenum
Yrki form
Belgica
Íslenskt nafn
Skógartoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi vafrunni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur með purpuraslikju.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
' 2-3 m
Vaxtarlag
Stór og mikill, marggreindur runni allt að 3 m hár og 3 m breiður.
Lýsing
Lauf hárlaus þykk, oddbaugótt, aflöng blómin hvít með purpura slikju á ytra borði, seinna gul, ilma í stórum klösum. Berin stór, mörg, rauð.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
1
Fjölgun
Græðlingar, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Á veggi, utan á hús með klifurgrind.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta, sem keypt var 1991 og gróðursett í beð það sama ár. Vex mikið og kelur dálítið. Einnig er til önnur planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1999 og gróðursett í beð 2001. Þrífst vel, kelur næstum ekkert.