Vafningsrunni allt að 4 m hár. Ungar greinar hárlausar eða dúnhærðar, holar innan.
Lýsing
Lauf allt að 6,5 × 4 sm, egglaga, oddbaugótt, eða öfugegglaga, oftast langydd, stöku sinnum snubbótt, grunnur langyddur, ögn dúnhærð verða hárlaus. Bláleit og blágræn neðan. Efstu blaðpörin ekki samvaxin. Blómin ilmandi, rauð og gulhvít, allt að 5 sm, kirtilhærð-límkennd utan, í 3-5 krönsum í endastæðum öxum. Krónan með tvær varir. Berin hnöttótt, skærrauð.
Uppruni
Evrópa, Litla Asía, Kákasus, V Asía.
Harka
4
Heimildir
1
Fjölgun
Vetrar- og sumargræðlingar, sáning, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, á hús eða skjólveggi með grind til stuðnings.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta, sem keypt var 1992 og gróðursett í beð það sama ár. Vex vel en kelur dálítið flest ár. ------ Meðal harðgerður-harðgerður, þarf árlega snyrtingu. Líkist vaftoppi. mjög.