Lonicera × muscaviensis

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
× muscaviensis
Íslenskt nafn
Hærutoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Samheiti
(L. morrowii × L. ruprechtiana)
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vor-sumar.
Hæð
- 2 m
Vaxtarlag
Uppréttur, lauffellandi runni. Ungir sprota dúnhærðir.
Lýsing
Lauf allt að 5 sm, egglaga til oddbaugótt-aflöng, odddregin, dökkgræn, lítið eitt dúnhærð á efra borði, þétt dúnhærð á neðra borði. Blómin hvít. Berin skærrauð.
Uppruni
Garðablendingur.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Vetrar- eða sumargræðlingar, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð, í þyrpingur, í kanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntu undir þessu nafni, sem sáð var til 1989 og gróðursettar í beð 1997 og 2004. Þrífast vel, kala lítið.