Sterklegur, lauffellandi runni, allt að 90 sm hár. Smágreinar stuttar, hárlausar, stinnar.
Lýsing
Lauf allt að 2,5 × 1,25 sm, egglaga eða öfugegglaga, snubbótt eða hálfydd. Grunnur langyddur, blágræn, fíndúnhærð, dökkgrágræn ofan fín ullhærð, og greinilega æðastrengjótt neðan.laufleggir 1,5 mm. Blómin fölgul. 1 sm, hárlaus til fíndúnhærð utan, tvö og tvö samanfræflar ná lítið eitt út úr blóminu. Berin skærrauð, samvaxin.
Uppruni
NV Himalaja, Tíbet, Síbería.
Harka
3
Heimildir
1
Fjölgun
Vetrar- og sumargræðlingar, sáning, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Fremst í blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta, sem sáð var til 1978 og gróðursett í beð 1985. Þrífst vel, aðþrengd.