Lauf mjó-egglaga. ydd, lítil, flauelsdúnhærð neðan, græn með gráa slikju, á teygðum sprotum. Blómin lítil, allt að 8 mm löng og 18 mm breið skærbleik. Aldin dökkappelsínugul.
Í beð, þyrpingar, sem stakstæður runni.Hirðingjatoppur er ekki vandlátur á jarðveg en þolir illa að standa í vatni. Blómstrar mest í mikilli sól. Þolin gagnvart næðingum, hita og loftraka, sem og mengun og vindi af hafi. --Venjuleg toppablóm ilma ekki, en laða stundum býflugur að.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta, sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 2001.