Lonicera japonica

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
japonica
Íslenskt nafn
Tildurtoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Hálfsígrænn, klifrandi runni
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur, verður bleikur.
Blómgunartími
Vor-sumar.
Hæð
2,5-4 (-5) m langur.
Vaxtarlag
Klifrandi sígrænn til hálf-sígrænn kröftugur runni. Greinar sívalar, íholar, kirtilhærðar, áberandi með útstæð dúnhár þegar þær eru ungar.
Lýsing
Lauf 8 × 3 sm, aflöng eða egglaga oddbaugótt, hvassydd eða snubbótt, broddydd, venjulega bogadregin við grunninn, heilrend, oft með bogamyndaðar skerðingar þegar þau eru ung, ljósgræn neðan, með löng mjúk hár, ullhærð, jaðrar randhærðir, laufleggir allt að 8 mm langir. Blómin hvít, verða bleik og seinna gul, tvö og tvö saman, ilma mikið blómleggir allt að 1 sm, stoðblöð líkjast laufblöðum, egglaga allt að 2 sm, smástoðblöð 1 mm, oddbaugótt, með löng, bein hár. Bikarpípa, hárlaus, bikarblöð 1 mm, egglaga randhærð,króna allt að 4 mm, með tvær varir, mjúkdúnhærð, utan, pípan mjó. Berin allt að 7 mm í þvermál, blásvört, ekki samvaxin.
Uppruni
Japan, Kórea Mansjúría, Kína.
Harka
4
Heimildir
1, http://plants.ifas.ufl.edu, http://www.pfaf.org
Reynsla
Ekki til í Lystigarðinum.
Yrki og undirteg.
v. repens (Sieb.) Rehd. Leggir stundum dumbrauðir. Laufin verða fljótt hárlaus, oft djúpflipótt, greinilega purpuralit á æðastrengjunum á neðra borði. Blómin hvít, verða gul, efri vörin flipótt. ε