Uppréttur, meðalstór, þéttur runni með heilbrigð, dökkgræn lauf.
Lýsing
Lauffellandi runni, 1,5-2 m hár. Blómin eru tvö og tvö saman, gul og rauð koma í júní, getur jafnvel blómstrað í september sum ár.Berin glansandi svartrauð, á stærð við ertu. Þau eru umlukin purpurarauðum háblöðum.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
http://www.eplanta.com
Fjölgun
Græðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð, þyrpingar, stakstæðir. --- Nægjusamur runni. Mikilsvirði í runnagróður eða óklippt/klippt limgerði. Á það til að kala í toppinn. Heilbrigður og harðgerður runni. Falleg ber.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein aðkeypt planta, sem gróðursett var í beð 1990. Kelur talsvert.
Útbreiðsla
Klón frá (Norrland) Norður Svíþjóð sem valið var af trjáræktartilraunastöð í Röbekksdalnum og Öjeby, ásamt Arboretum Norr, útplöntunin var í Lycksele, uppsveit í Vesturbotni.