Lonicera involucrata

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
involucrata
Yrki form
Lycksele
Íslenskt nafn
Glótoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni eða tré.
Kjörlendi
Sól eða skuggi.
Blómalitur
Gulur og rauður.
Blómgunartími
Júlí (september).
Hæð
1,5-2 m
Vaxtarlag
Uppréttur, meðalstór, þéttur runni með heilbrigð, dökkgræn lauf.
Lýsing
Lauffellandi runni, 1,5-2 m hár. Blómin eru tvö og tvö saman, gul og rauð koma í júní, getur jafnvel blómstrað í september sum ár.Berin glansandi svartrauð, á stærð við ertu. Þau eru umlukin purpurarauðum háblöðum.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
http://www.eplanta.com
Fjölgun
Græðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð, þyrpingar, stakstæðir. --- Nægjusamur runni. Mikilsvirði í runnagróður eða óklippt/klippt limgerði. Á það til að kala í toppinn. Heilbrigður og harðgerður runni. Falleg ber.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein aðkeypt planta, sem gróðursett var í beð 1990. Kelur talsvert.
Útbreiðsla
Klón frá (Norrland) Norður Svíþjóð sem valið var af trjáræktartilraunastöð í Röbekksdalnum og Öjeby, ásamt Arboretum Norr, útplöntunin var í Lycksele, uppsveit í Vesturbotni.