Lonicera involucrata

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
involucrata
Yrki form
´Kera´
Íslenskt nafn
Glótoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól eða skuggi.
Blómalitur
Gulur með rautt stoðblað
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
2-3 m
Vaxtarlag
Uppréttur runni, breiður og nokkuð óreglulegur í vextinum. 2-3 m hár.
Lýsing
Grófir, ferkantaðir sprotar, 8-12 sm löng, leðurkennt lauf. Blómin eru gul með lakkrauð stoðblöð. Glansandi svört, dálítið eitruð ber.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
http://www.jordbeargartneriet.no
Fjölgun
Græðlingar.
Notkun/nytjar
Notið í runnaþyrpingar, óklippt limgerði til skjóls Í þéttbýl og meðfram umferðaræðum.Hafið 0,3-0,5 m milli plantnanna í limgerði og 3-4 m í þyrpingar.Nægjusamur runni þolir bæði sól og skugga.Hættir seint að vaxa og kelur oft dálítið. Þolir mikla klippingu og þolir salt.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein aðkeypt planta sem gróðursett var í beð 1991. Mjög falleg, þrífst nokkuð vel, kelur lítið.