Lonicera involucrata

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
involucrata
Íslenskt nafn
Glótoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Gulur eða rauðmengaður.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
1-1,5 m
Vaxtarlag
Runni sem er líkur glæsitopp (L. ledebourii), en smávaxnari.
Lýsing
Lauf allt að 12. 5 sm, mjórri, egglaga til afl0ng, lensulaga, minna lóhærð, stöku sinnum hárlaus. Blómin 12,3 mm, gul eða rauðmenguð,.tvö og tvö saman, krónan pípulaga, Fræflar jafn langir og krónutungan. Berin 8 mm í þvermál, eggvala tilhnöttótt, glansandi purpurasvört, umlukin með útstæðum stoðblöðum. Sem seinna verða útstæð.
Uppruni
V N-Ameríka, S Kanda, Mexíkó
Harka
4
Heimildir
1
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar, sáning, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í limgerði, sem takstæður runni, í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein plöntur, sem sáð var til 1984 og gróðursett í beð 1988, ein planta sem kom í garðinn 1986 og var gróðursett í beð það sama ár. Einnig eru tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1998 og gróðursettar í beð 2000 og 2004. Þrífast vel. kala lítið sem ekkert. 000Harðgerður, þykir efnileg í N-Noregi, þolir vel klippingu, tekinn fram yfir glæsitopp í ræktun þar sem hann er lægri og þéttari í vexti, getur vaxið mikið á einu sumri en kelur þá gjarnan allnokkuð, hentar vel í runnaþyrpingar innan um stærri tré.
Yrki og undirteg.
Lonicera involucrata ssp. flavescens (Dipp.) Rehd. Laufin allt að 12 sm, aflöng-lensulaga, græn, hárlaus eða næstum því slétt. Krónan ögn hliðskökk við grunninn.M V-Bandaríkin. --------Lonicera involucrata 'Kera' Uppréttur runni, breiður og nokkuð óreglulegur í vextinum. 2-3 m hár.Grófir, ferkantaðir sprotar, 8-12 sm löng, leðurkennt lauf. Blómin eru gul með lakkrauð stoðblöð. Glansandi svört, dálítið eitruð ber. ε Úrval frá N Noregi sem hefur reynst vel í garðinum