Lonicera hispida

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
hispida
Íslenskt nafn
Klukkutoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Gulur-gulhvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
1-1.5m
Vaxtarlag
Uppréttur, lauffellandi runni allt að 1,5 m hár.
Lýsing
Ungir sprotar stinnhærðir. Laufin 8 × 3,5 sm, egglaga-aflöng, stutt-odddregin eða þverstýfð, bogadregin eða breið-mjókkandi við grunninn, þornhærð-dúnhærð, einkum á jöðrum og æðastrengjum á neðra borði, djúpgræn ofan, grágræn neðan, laufleggir 3 mm. Blómin gul eða gulhvít, tvö og tvö saman, axlastæð, hangandi, blómleggir 1 sm, krónan allt að 2 sm, trektlaga, umlukin egglaga, langæjum, hvítum stoðblöðum, allt að 2,5 sm löngum. Berin aflöng, 1,5 sm, skærrauð.
Uppruni
Túrkestan.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar, sáning, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Sem stakstæður runni, í þyrpingar, í beð, í limgerði.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til þrjár plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1978 og gróðursettar í beð 1980 og 1982, þrífast vel, kala lítið. --- Harðgerður til meðalharðgerður, lítt reynd en lofar góðu, vindÞolin.