Lonicera glehnii

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
glehnii
Íslenskt nafn
Fölvatoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Grængulur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 1 m
Vaxtarlag
Mjög líkur Lonicera alpigena.
Lýsing
Lauffellandi runni. Sprotar kirtildúnhærðir. Lauf öfugegglaga eða aflöng-oddbaugótt með hjartalaga grunn, dúnhært neðan. Blómin grængul, hárlaus, frjóhnappar gulir.
Uppruni
Japan. Sakalin, Hondo, Hokkaido.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Vetrar- og sumargræðlingar, sáning, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til þrjár plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1984 og plantað í beð 1990, 1991 og 2004. Þrífast vel, kala lítið.