Lonicera deflexicalyx

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
deflexicalyx
Íslenskt nafn
Gultoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
1-2 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni allt að 1,5 m hár, útbreiddur.
Lýsing
Smágreinar láréttar eða útsveigðar, ungar smágreinar purpuralitar, dúnhærðar. Lauf allt að 8 × 2,5 sm, mjóegglaga til hvassydd, grunnur bogadreginn, daufgræn og dúnhærð ofan, grá- og dúnhærð neðan einkum meðan þau eru ung, laufleggir allt að 8,5 mm langir. Blómin gul, tvö og tvö saman, axlastæð. Króna allt að 1,5 sm. dúnhærð utan, hliðskökk við grunninn, Fræflar dúnhærðir, við grunninn. Stíll allur dúnhærður, Blóm bleikrauð.
Uppruni
SV Kína, Tíbet.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Vetrar- og sumargræðlingar, sáning, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í óklippt limgerði, blönduð beð, í þyrpingar, sem stakstæður runni.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta, sem þrífst mjög vel og önnur sem kom sem planta 1986 og var gróðursett í beð það sama ár, aðþrengd. --- Harðgerður, plássfrekur runni, þarf reglulega snyrtingu.