Börkur dökk brúngrá-grænn, ungar smágreinar með löng-útstæð dúnhár og litlar kirtladoppur. Lauf allt að 12 x 6 mm, öfugegglaga, egglaga oddbaugótt eða aflöng-egglaga, langydd, grunnur yddur til bogadreginn, dúnhæring einkum á æðastrengjum á neðra borði, laufleggir allt að 7 mm langir. Blómin fölgul, tvö og tvö saman, blómleggir allt að 2 sm, með útstæða dúnhæringu eða næstum hárlausir. Stoðblöð breið-bandlaga, smástoðblöðin oddbaugótt, randhærð. Krónan með tvær varir, allt að 1,5 sm, hliðskökk, efri vörin klofin að miðju Berin hnöttótt allt að 7 mm í þvermál, dökkrauð. Fræ breið-oddbaugótt, 4 × 3 mm.
Uppruni
NA Asía - Japan
Harka
3
Heimildir
1
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar, sáning, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð, í þyrpingar, sem stakstæðir runnar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta undir þessu nafni, tvær plöntur sem sáð var til 1975 og gróðursettar í beð 1982, ein planta sem sáð var til 1978 og gróðurset í beð 1982; og fimm plöntur sem sáð var til 1979 og gróðursettar í beð 1982. Tvær plöntur sem sáð var til 1989 og gróðursettar í beð 2000. Þrífast vel, lítið kal.----Harðgerður runni, sem þarf að snyrta reglulega til að halda unglegum.