Lonicera chamissoi

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
chamissoi
Íslenskt nafn
Hrafnatoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Djúp rauðfjólublár.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
- 1 m
Vaxtarlag
Uppréttur lauffellandi runni allt að 1 m hár, þéttgreindur.
Lýsing
Börkur grár, ungar greinar sívalar, hárlausar, dálítið bláleitar. Laufin ljósgræn til himnukennd, legglaus, breiðegglaga til oddbaugótt, 5 × 2,5 sm, snubbótt eða bogadregin í oddinn. Grunnur bogadreginn, hárlaus, leggur allt að 2 mm. Blóm djúp rauðfjólublá, tvö og tvö saman, blómleggir allt að 14 mm, stoðblöð og smástoðblöð breiðegglaga til kringlótt, allt að 1 mm. Krónan 1 sm, hárlaus utan, hliðskökk, fræflar og stíll ná ekki út úr blóminu. Berin hálfhnöttótt, 8 mm skarlatsrauð, glansandi, fræ oddbaugótt til breiðoddbaugótt, allt að 3 × 2 mm.
Uppruni
Japan, Kúríleyjar, Sakalín, Kamsjatka, Amúr.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Reynsla
Engin enn sem komið er, en hefur verið sáð í Lystigarðinum (2010).