Lonicera caerulea

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
caerulea
Íslenskt nafn
Blátoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi
Blómalitur
Gulhvítur
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
1.5-2 m
Vaxtarlag
Uppréttur, lauffellandi runni, allt að 2 m hár, mjög greinóttur.
Lýsing
Börkur gulbrúnn til ryðbrúnn, smágreinar hárlausar til lítið eitt dúnhærðar. Lauf 8 × 3 sm, oddbaugótt, stundum öfugegglaga, egglaga eða aflöng, hvassydd eða næstum hvassydd, hárlaus eða ögn dúnhærð, neðan. Blómin gulhvít, axlastæð, tvö og tvö saman, blómleggir allt að 11 mm, krónan allt að 15 mm, pípan hliðskökk, dúnhærð, stoðblöð bandlaga. Berin hnöttótt, dökkblá, hrímug, samvaxin neðst.
Uppruni
NA Evrópa, Pyreneafjöll til Búlgaríu og SV Tékkóslóvakía.
Sjúkdómar
stöku sinnum lús og maðkur
Harka
2
Heimildir
1
Fjölgun
Vetrar- og sumargræðlingar, sáning (fjarlægið fræ úr berinu).
Notkun/nytjar
Í klippt og óklippt limgerði, þyrpingar, blönduð beð, klipptir, stakstæðir runnar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til allmargar plöntur undir þessu nafni, flestar gamlar. Allar þrífast vel.
Yrki og undirteg.
Lonicera caerulea L. v. emphyllocalyx (Maxim.) NakaiPlantan er ekki eins mikið hærð og aðaltegundin, hæringin styttri eða næstum enginJapan, Kúrileyjar.Í Lystigarðinum eru til þrjár plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1983 og gróðursettar í beð 1988. Allar þrífast nokkuð vel, kala sjaldan og þá lítið.