Lonicera × brownii

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
× brownii
Yrki form
'Dropmore Scarlet'
Íslenskt nafn
Skarlatstoppur.
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Samheiti
L. sempervirens × L. hirsuta
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Vor-sumar.
Hæð
- 2 m
Vaxtarlag
Líkur L. sempervirens. Klifrandi, lauffellandi runni allt að 3 m hár.
Lýsing
Laufin oddbaugótt, blágræn og dálítið dúnhærð á neðra borði, efstu blaðpörin samvaxin, laufleggir kirtilhærðir. Blómin í kollum. Krónan lík krónum hjá L. hirsuta, með tvær varir, kirtilhærð utan.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Vetrar- og sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð, í þyrpingar, í kanta.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum. --- Þrífst vel í Grasagarðinum í Reykjavík.
Yrki og undirteg.
Dropmore Scarlet ---- Kröftugur runni, blómin löng, lúðurlaga, skærskarlatsrauð, Blómin standa lengi.Blómgun: Miðsumar-haust