Lonicera × amoena

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
× amoena
Íslenskt nafn
Blómatoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Samheiti
L. korolkowii × L. tatarica
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi
Blómalitur
Ljósbleikur eða hvítur
Blómgunartími
Sumar
Hæð
- 3 m
Vaxtarlag
Kröftugur runni, allt að 3 m á hæð.
Lýsing
Lauf allt að 4 × 2,5 sm, egglaga, ögn hjartalaga við grunninn, grágræn, laufleggur stuttur. Blómin 18 mm í þvermál, ljósbleik eða hvít, tvö og tvö saman, mörg saman á sprotaendunum, Krónan með tvær varir.
Uppruni
Blendingur
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Vetrar- eða sumargræðlingar, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð, í kanta, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2002 og gróðursett í beð 2004
Yrki og undirteg.
Lonicera x amoena 'Alba' runni í vextinum, hvelfdur, sprotar meira dúnhærðir. Blómin hvít, seinna gulmenguð, ilmandi, mörg saman.Lonicera x amoena 'Arnoldiana' runninn gisinn í vextinum, sprotar hangandi, lauf öfuglensulaga, grágræn, blómin bleik.