Lauffellandi runni, allt að 2,5 m hár. Ungar smágreinar purpura-dúnhærðar. Lauf allt að 6 × 0,85 sm, egglaga-til oddbaugótt, yfirleitt ydd, bogadregin við grunninn eða langydd, randhærð, oddur oftast dúnhærður, laufleggir allt að 5 mm. Blómin hvít, með gula slikju, tvö og tvö saman, stoðblöð 6,5 mm, blómleggir 6,5 mm, króna 12 mm, pípan grönn, stærri en fliparnir, hliðskökk, dúnhærð. Berin 8 mm, sporvala, appelsínurauð.
Uppruni
Túrkestan
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Græðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, þyrpingar og fleira.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1978 og gróðursett í beð 1985, kelur mismikið. Óvíst hvort planta sé rétt greind.