Loiseleuria procumbens

Ættkvísl
Loiseleuria
Nafn
procumbens
Íslenskt nafn
Sauðamergur
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Lífsform
Sígrænn dvergrunni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rósbleik eða hvít með bleika slikju.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
5-15 sm
Vaxtarlag
Lítill, sígrænn runni, 7,5-20 sm. Stönglar jarðlægir, myndar stórar breiður. Lauf 4-12x2-3 mm, þétt saman, oftast gagnstæð, egglaga til aflöng, heilrend, snubbótt, mjókka smám saman að grunni, jaðrar mjög mikið innundnir, leðurkennd, glansandi og hárlaus ofan, miðtaugin greypt, laufin verða bláleit eða lóhærð neðan, miðstrengurinn hárlaus, áberandi, laufleggur stuttur, uppsveigður, gráloðinn.
Lýsing
Blómin stök eða 2-5 saman í litlum, endastæðum, sveiplíkum kollum. Blómleggir 2-10 mm, hárlausir, uppréttir. Stoðblöð leðurkennd, langæ, hvassydd. Bikar bjöllulaga, purpuramenguð, með 5 djúpa flipa, hálf lengd krónunnar. Krónan 4 x 6 mm, rauðbleik með hvítbleik, breiðbjöllulaga til bjöllulaga, flipar 4-5 útstæðir, jafnlangir og krónupípan, þríhyrndir-egglaga, skarast í knúbbinum, fræflar 5, standa inn á milli krónuflipanna. Frjóhnappar klofna með rifum, ekki með götum (eins og hjá Rhododendron). Stíll langær, styttri en aldinið. Aldinið með 2-3 hólfa, þurrt hýði, 3-4 mm, hnöttótt-egglaga, rauð.
Uppruni
N Ameríka, Evrasía (há fjöll, heimskautasvæði samt ekki allra nyrst).
Harka
2
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem þekjuplanta, í náttúrlega garða, í beð.
Reynsla
Harðgerð planta sem vex um allt land. Erfið í ræktun.