Linum tauricum

Ættkvísl
Linum
Nafn
tauricum
Íslenskt nafn
Sunnulín
Ætt
Línætt (Linaceae).
Samheiti
Linum bulgaricum Podp. og Linum serbicum Podp.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fölgulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
30-40 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 40 sm há með margar blómlausar blaðhvirfinga.
Lýsing
Grunnlauf og neðri stöngullauf mjó spaðalaga, 3-tauga, efri laufin lensulaga, mjórri, oftast eintauga. Blómin fölgul, bikarblöð band-lensulaga, langydd.
Uppruni
SA Evrópa
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Nytjajurt.
Reynsla
Er ekki til í Lystigarðinum en hefur staðið sig vel í Hveragerði (HS).