Linum perenne

Ættkvísl
Linum
Nafn
perenne
Íslenskt nafn
Garðalín
Ætt
Línætt (Linaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, skjól.
Blómalitur
Fölblár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
40-60 sm
Vaxtarlag
Hárlaus, upprétt, fjölær jurt, allt að 60 sm, neðri hluti stöngulsins venjulega lauflaus.
Lýsing
Lauf allt að 2,5 sm, bandlaga til lensulaga, hvassydd, oftast eintauga, jaðrar himnukenndir nema á efstu laufunum og stoðblöðunum. Blómin fölblá, allt að 2,5 sm í þvermál í mjög breiðum skúf. Ytri bikarblöð ögn broddydd, þau innri sljóydd, lengri og breiðari en þau ytri.
Uppruni
M & A Evrópa.
Harka
7
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð með góðu frárennsli (skjól).
Reynsla
Meðalharðgerð planta.
Yrki og undirteg.
'Album', 'Caeruleum' ofl.