Hárlaus, upprétt, fjölær jurt, allt að 60 sm, neðri hluti stöngulsins venjulega lauflaus.
Lýsing
Lauf allt að 2,5 sm, bandlaga til lensulaga, hvassydd, oftast eintauga, jaðrar himnukenndir nema á efstu laufunum og stoðblöðunum. Blómin fölblá, allt að 2,5 sm í þvermál í mjög breiðum skúf. Ytri bikarblöð ögn broddydd, þau innri sljóydd, lengri og breiðari en þau ytri.