Linum flavum

Ættkvísl
Linum
Nafn
flavum
Íslenskt nafn
Gulllín
Ætt
Línætt (Linaceae)
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
30-40 sm
Vaxtarlag
Hárlaus, upprétt fjölær jurt, 30-40 sm há, grunnur dálítið trékenndur.
Lýsing
Lauf 2-3,5 sm, stakstæð, neðri lauf spaðalaga, þau efri mjó-lensulaga, ydd, með 3-5 æðastrengi með jaðarkirtla neðst. Blómin gullgul, 2,5 sm í þvermál, í þéttum, marggreindum skúf. Bikarblöð lensulaga-lagydd, kirtilrandhærð, með kjöl, varla lengri en aldinin.
Uppruni
M & S Evrópa.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta.
Reynsla
Hefur verið af og til í Lystigarðinum, fremur skammlíf.