Linnea borealis

Ættkvísl
Linnea
Nafn
borealis
Íslenskt nafn
Líney, lotklukka
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Sígrænn dvergrunni.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Fölbleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Skriðull, dvergvaxinn, sígrænn runni. Greinar þráðmjóar, allt að 35 sm langir, mynda gisna breiðu, mynda rætur á stöku stað þar sem greinarnar/stönglarnir snerta jarðveginn, dúnhærður í fyrstu, seinna trjákenndur. Lauf stakstæð eða í pörum eftir greinunum, 0,25-1 x 0,25-0,75 sm, egglaga, bogadregin, heilrend, dálítið bogtennt eða sagtennt á efri hlutanum, hálfleðurkennd, glansandi dökkgræn og lítið eitt dúnhærð á efra borði, gulbrún til fölgræn, dúnhærð á æðastrengjunum á neðra borði.
Lýsing
Blómskipunin grannur bleikleitur leggur, allt að 8 sm, uppréttur. Blómin bjöllulaga allt að 2 sm, ilmandi, í pörum efst á blómleggnum, drúpandi. Blómleggur allt að 2 sm, eins og þráður, bogsveigður. Krónublöð 5, mjó. Krónan allt að 12,5 mm, ljós bleik með dekkri bletti, flipar 5, bogadregnir. Aldin allt að 3 mm í þvermál, leðurkennd, okkurgul, með eitt fræ, ekki opin. glansandi, dökkgræn, egglaga eða nær kringlótt, gagnstæð, aldin ber
Uppruni
Pólhverf
Harka
2
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður eða þekja milli sígrænna og alparósa.
Reynsla
Til bæði í Fornhaga og á Reykjum Ölfusi og hefur dafnað vel. Nefnd eftir grasafræðingunum Linné hinum sænska. Ekki í Lystigarðinum (2014), en hefur verið sáð, komið upp, en aðeins lifað fáein ár.