Linaria repens

Ættkvísl
Linaria
Nafn
repens
Íslenskt nafn
Randagin
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi).
Blómalitur
Hvítur til föl lilla.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
30-90 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur með skriðula jarðstöngla, hárlaus. Stönglar 30-120 sm, uppréttir, yfirleitt greinóttir ofantil.
Lýsing
Laufin kransstæð, stakstæð ofantil, 15-40 x 1-2,5 sm, bandlaga til band-lensulaga, hvassydd. Blómskipun klasi, löng, þétt í blóma, lotin með fræ, blómleggir 2-3 mm í blóma, allt að 4,5 mm með fræ. Bikar 2-3 mm, flipar misstórir, mjólensulaga, hvassyddir. Króna 8-15 mm, hvít til föl lilla með fjólublár æðar, gin appelsínugult, sporinn beinn, samvaxinn, 3-5 mm, fræni hnúðlaga. Aldin 3-4 mm, fræ 1,5 mm, egglaga-þrístrend, hvasshyrnd, næstum með væng, dökkgrá, hrukkótt.
Uppruni
V Evrópa.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í stéttar, í kanta, í blómaengi, sem þekja.
Reynsla
Mjög harðgerð planta en talsvert skriðulð svo það hentar síður í skrautblómabeð, fremur á erfiða staði og óræktarbletti.