Hvítur, fagurrauð slikja við grunninn, blettir bleikir eða skarlatsrauðir.
Blómgunartími
Síðsumars.
Hæð
90-200 sm
Vaxtarlag
Uppréttir, laufóttir stönglar.
Lýsing
Laukar hnöttóttir,10×10 sm, sammiðja, hreistur hvít, gul eða brún, sköruð, lensulaga, ydd. Stönglar grannir og seigir, 90-200 sm háir, grænir með purpuralitri slikju. Þeir mynda rætur. Lauf allt að 18×6 sm, stakstæð, breiðlensulaga til aflöng, með legg, 7-9 tauga. Blóm í laufóttum klösum, 1 eða allt að 12, drúpandi eða vita út á við, ilma, túrbanlaga, 15 sm breið, blómleggir allt að 10 sm. Blómhlífarblöð allt að 10×4,5 sm, hvít, með fagurrauða slikju við grunninn og með bleika eða skarlatsrauða bletti, baksveigð, lensulaga til egglensulaga, jaðrar bylgjaðir, næstum hvítir. Frjó dökkrautt.
Uppruni
Kína, Japan, Taiwan.
Harka
6
Heimildir
= 1, Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. third ed. London. --- Upplýsingar af umbúðum laukanna.
Fjölgun
Með fræi.
Notkun/nytjar
Laukarnir eru gróðursettir með 25 sm millibili í beð eða beðjaðra. Vaxtarstaður þarf að vera sólríkur og í skjóli fyrir næðingum, en ekki fast upp við suðurvegg, þar verður of þurrt. Vökvun í meðallagi, þarf reglulega vökvun en ekki of mikla. Jarðvegur þarf að vera frjór, ríkur af lífrænum efnum og vel framræstur.Mælt er með að setja lauf eða annað lífrænt yfir moldina til að halda betur rakanum í moldinni. Fjarlægið dauð blóm en látið stönglana standa áfram fram eftir hausti meðan lauf er grænt. Laukarnir eru látnir vera á sínum stað og blómstra ár eftir ár. Blómstrar seint og nær því oft ekki að ljúka blómgun í svölu loftslagi, hægt að rækta í kerum í rakri mómold, hentar einnig að rækta undir gleri, einkum hvíta formið.
Reynsla
Laukur var keyptur og gróðursettur í Lystigarðinn 1991, lifði ekki af veturinn, dó 1992.
Yrki og undirteg.
v. album Mast. ex Bak.Stönglar purpurabrúnir. Blómin hvít. -----v. rubrum Mast. ex Bak. (Lilium speciosum Thunb. Rubrum). Stönglar purpurabrúnir. Blóm fagurrauð.