Brennisteinsgulur/grængulur, dökkbrúnar rákir og doppur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
60-120 sm
Vaxtarlag
Upprétt planta, laufblöðin mjög þéttstæð á stönglinum.
Lýsing
Stönglar 15-135 sm, grænir, stundum með purpuralitar doppur. Stönglar mynda oft rætur. Laukar 7×7 sm, breiðhnöttóttir, hreistur aflöng, lensulaga gulhvít, bleik í birtu. Lauf mörg, stakstæð, allt að 12,5×2 sm, bandlensulaga, ydd, jaðrar stundum silfurlitir eða randhærðir. Blóm allt að 12, drúpandi, túrbanlaga, 3,5-5 sm breið, í klasa. Lykt blómanna er óþægileg. Blómleggir allt að 12,5 sm. Blómhlífarblöð mjög baksveigð, brennisteinsgul/grængul, með dökkbrúnar rákir og doppur. Frjó appelsínurauð. Aldin 3,5-2,5 sm.
Uppruni
Evrópa (SA Alpar, Pýreneafjöll, Balkanskagi, NA Tyrkland), USSR (Georgia).
Harka
3
Heimildir
= 1,Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. third ed. London.
Fjölgun
Með fræjum, hliðarlaukum og laukhreistrum.
Notkun/nytjar
Skrautblómabeð, í forgrunn trjá- og runnabeða. Í steinhæðir, sólríkur vaxtarstaður eða hálfskuggi. Jarðvegur þungur, leirkenndur með lífrænum leifum og kalkmöl.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinum 2007.Harðgerð planta og blómviljug (H.Sig) a.m.k. yrkið 'Aureum' sem er með gul blóm.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Vex í skógarjöðrum í fjöllum og engjum í 500-1500 m hæð.