Stönglar allt að 1 m með purpuralitar doppur við grunninn. Laukar sammiðja, 6,5 sm breið, hreistur hvít, gul ef birtan skín á þau, egglensulaga, ydd, Lauf allt að 12,5×2 sm, fjölmörg þétt saman, bandlaga silfur-randhærð, Blóm eru trektlaga eða bjöllulaga úr 6 útstæðum blómhlífarblöðum, allt að 6, drúpandi, túrbanlaga, 5 sm breið, í klasa, illa lyktandi, blómleggir langir. Blómhlífarblöð baksveigð, skær skarlatsrauð, með svartar doppur við grunninn á innra borði purpuragræn við grunninn á ytra borði. Frjó appelsínurauð. Aldin 4×2 sm.