Lilium pomponium

Ættkvísl
Lilium
Nafn
pomponium
Íslenskt nafn
Skartlilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölæringur og laukplanta.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður.
Blómalitur
Skær skarlatsrauður með svartar doppur.
Blómgunartími
Síðsumars.
Hæð
Allt að 1 m
Vaxtarlag
Uppréttir, laufóttir stönglar.
Lýsing
Stönglar allt að 1 m með purpuralitar doppur við grunninn. Laukar sammiðja, 6,5 sm breið, hreistur hvít, gul ef birtan skín á þau, egglensulaga, ydd, Lauf allt að 12,5×2 sm, fjölmörg þétt saman, bandlaga silfur-randhærð, Blóm eru trektlaga eða bjöllulaga úr 6 útstæðum blómhlífarblöðum, allt að 6, drúpandi, túrbanlaga, 5 sm breið, í klasa, illa lyktandi, blómleggir langir. Blómhlífarblöð baksveigð, skær skarlatsrauð, með svartar doppur við grunninn á innra borði purpuragræn við grunninn á ytra borði. Frjó appelsínurauð. Aldin 4×2 sm.
Uppruni
Evrópa (Maritime Alps).
Heimildir
1, http://www.rainyside.com, http://www.backyardgardener.com
Fjölgun
Með fræi.
Notkun/nytjar
Falleg planta að gróðursetja innan um runna eða í fjölæringabeð.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinum 2002 og flutt út í beð 2005, blómstraði í júlí-ágúst 2010 og þroskaði fræ. Þrífst vel, er um 1,80 m há.