Stönglar 1-2 m, laukar 7,5-2,5 sm, hreistur hvassydd, bleik. Lauf 12×2 sm, stakstæð, bandlaga til aflöng-lensulaga. Blóm 1-6, stundum allt að 30, ilmandi, túrbanlaga, 11 sm breið, í sveip eða klasa. Blómhlífarblöð baksveigð, hvít eða bleik, stundum með rauðar doppur, grunnur gulgrænn. Frjó appelsínulitt. Aldin 4 sm, fræ 7 mm breið.