Föl lilla, bleikur til purpura eða rjómagulur, flikrur dökkpurpura eða brúnar.
Blómgunartími
Síðsumars.
Hæð
(6-)15-40(-45) sm.
Vaxtarlag
Lítil lilja með granna stöngla og strjál lauf.
Lýsing
Stönglar (6-)15-40(-45) sm háir, laukar sammiðja, 4×2 sm, hreistur hvít, skarast og eru lensulaga. Lauf allt að 12(-15)×0,5 sm, bandlaga, stakstæð, 3-5 tauga. Blóm bjöllulaga, stök, álút allt að 2,5 sm löng, ilma. Blómhlífarblöð allt að 1-4×0,3-1,6 sm, föl lilla, bleik til purpura eða rjómagul með fínar dökkpurpura eða brúnar flikrur. Frjóhnappar rauðbrúnir. Var lengi flokkuð í ættkvíslina Nomocharis.
Uppruni
A Asía - Himalaja til V Kína.
Harka
5
Heimildir
= 1, Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. third ed. London. http://www.backyardgardener.com, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Með fræjum.
Notkun/nytjar
Þarf framræstan og mjög lífefnaríkan, sírakan, súran jarðveg í hálfskugga, þar sem sumur eru svöl og þokusöm og vetur eru mildir.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinum 2007 og flutt út í beð 2008, lítil og engin blóm ennþá.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Vaxtarstaðir eru opnar grasivaxnar, grýttar hlíðar innan um smávaxna Rhododendron runna í 2700-4500 m hæð.