Stönglar 30-120 sm, en geta orðið allt að 1,5-2 m. háir, hárlausir og blágrænir. Laukar með renglur, skriðulir, 3×3 sm, hver blómstrar aðeins einu sinni. Hreistur eru þykk og gul með bleika eða brúna slikju. Lauf 9-12×5 sm, lensulaga eða oddbaugótt-lensulaga í allt að fjórum 4-8 laufa krönsum, blágræn á efra borði. Neðra borð og jaðrar með smáar tennur. Laufin stundum stakstæð rétt undir blómskipunina og neðst á stönglinum. Blóm 7,5 sm breið, 3-6, stöku sinnum allt að 25, á löngum blómleggjum efst á stönglinum, ilmandi, túrbanlaga, drúpandi. Blómleggir allt að 24 sm, bogsveigðir. Blómhlífarblöð 6 talsins, (10)7×2 sm baksveigð, appelsínurauð með rauðar doppur, gin gulhvítt/grænt við grunninn, baksveigð. Fræflar 6, ná langt út úr blóminu. Frjó appelsínubrúnt. Stíll 1 og fræni 3-flipótt.
Uppruni
A & M N-Ameríka.
Harka
4
Heimildir
= 1, Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I & II. third ed. London. http://www.missuriplants.com
Fjölgun
Með fræjum.
Notkun/nytjar
Í trjáa- og runnabeð. Sumir telja hana undirtegund L. canadense L.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinum 1998 og flutt út í beð 2005, dauð 2009.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Vex í skógum, í rökum jarðvegi, í brekkum og víðar.Þessi auðþekkta lilja er oft ræktuð. Ekki er víst að hún lifi veturinn af hér. Blómhlífin getur breytt um lit í ræktuninni. Plöntur í ræktun geta líka haft miklu fleiri en 5 blóm á stöngulendanum. Fræ spíra hægt. Jarðvegur blanda af mómold og sandi, laus við kalk.