Lilium maculatum

Ættkvísl
Lilium
Nafn
maculatum
Íslenskt nafn
Flekkulilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Samheiti
Lilium x elegans
Lífsform
Fjölæringur og laukplanta.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður (eða í hálfskugga).
Blómalitur
Gulur, appelsínulitur eða rauður.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
50-(100) sm
Vaxtarlag
Uppréttir, laufóttir stönglar.
Lýsing
Stönglar eru með stöngulrætur, 50(-100) sm háir, gáróttir. Laukar sammiðja, 4 sm breiðir, hreistur hvít, ekki samfest. Lauf 5-15×1,5 sm lensulaga til oddbaugótt, stakstæð, 3-7 tauga. Blóm 3-12, stór, í sveip. bollalaga, upprétt. Blómhlífarblöð 8-10 sm, gul, appelsínulit eða rauð, doppur breytilegar.
Uppruni
Japan.
Harka
4
Heimildir
= 1, Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. third ed. London.
Fjölgun
Með fræi, hliðarlaukum og laukhreistum.
Notkun/nytjar
Í trjáa- og runnabeð eða fjölæringabeð. Þrífst í ögn súrum jarðvegi.Vex frá sjávarmáli upp í 1000 m hæð í heimkynnum sínum.
Reynsla
Talin meðalharðgerð-harðgerð. Var sáð í Lystigarðinum 1993 og dó í reit 1996.
Yrki og undirteg.
Ýmis yrki eru til svo sem; 'Alice Wilson' sítrónugul með dökkrauðar dröfnur, 'Alutaceum' lágvaxin planta með apríkósulit blóm, 'Atrosanguineum' dökkrauð blóm með svartar dröfnur, 'Aureum' rauðgul blóm og svartdröfnótt, 'Mahogany' er með dökkrauðbrún eða brúnrauð blóm og fleiri.
Útbreiðsla
L. maculatum Thunb. er álitin af sumum vera L. dauricum Ker.-Gawl. x L. concolor Salisb.