Lilium henryi

Ættkvísl
Lilium
Nafn
henryi
Íslenskt nafn
Kínalilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölæringur og laukplanta.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður.
Blómalitur
Skær appelsínulitur með margar brúnar/svartar doppur.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
70-90 sm
Vaxtarlag
Uppréttir, laufóttir stönglar.
Lýsing
Meðalstór villililja. Blómin túrbanlaga, appelsínulit, plantan er ef til vill náskyldari trompetliljublendingum og austurlandablendingum en Asíublendingum. Laukar venjulega stærri en hnefi með stór, oddbaugótt hreistur og sterkar, djúpstæðar, dökkpurpura rætur. Laukar 8-18 × 7-15 sm, sammiðja, hreistur 3,5-4,5 × 1,5 sm, þykk, hvít, rauð ef birtan skín á það, ydd, lensulaga, sköruð. Stönglar sveigjanlegir, 1-3 m háir, grænir með purpuralitum flikrum, stönglar eru með stöngulrætur. Stoðrætur myndast á stönglinum. Laufin eru dökkgræn, 8-15 × 2-3 sm, glansa, stakstæð, efri laufin egglaga, legglaus, neðstu laufin lensulaga og með legg, 3-5 tauga, þétt saman neðan við blómin. Blóm ilmlaus, 4-20 talsins, túrbanlaga, drúpandi, í klasa, blómleggir 5-9 sm, láréttir, 1-2 laufkennd stoðblöð neðan við blómin. Blómhlífarblöð 6-8 × 1-2 sm, skær appelsínulit með margar brúnar/svartar doppur, vörtur og græna hunangsbera, lensulaga baksveigð. Blómin verða að lokum túrbanlaga (en eru það ekki í byrjun). Blómleggir sveigjast út á við. Frjóhnappar djúprauðir. Aldin 4 × 2 sm, fræ gullbrún 9 × 6 mm.
Uppruni
Fjöll í Mið-Kína.
Harka
5
Heimildir
= 1,Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. third ed. London. http://www.wikipedia.org
Fjölgun
Auðfjölgað með fjölmörgum æxlilaukum sem eru upp eftir stönglinum í blaðöxlunum og með smálaukum. Æxlilaukar eru í sumum blaðöxlum
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, trjáa- og runnabeð. Þarf sólríkan vaxtarstað. Langlíf lilja sem þarf að planta djúpt í frjóan jarðveg. Þolir betur kalkríkan jarðveg en flestar liljur.
Reynsla
Talin harðgerð, lítt reynd hérlendis.Var sáð í Lystigarðinum 1998 og flutt út í beð 2005 og var aftur sáð í Lystigarðinum 2006.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Blómviljug og blómin standa lengi. Myndar treglega fræ.Þessi lilja vex í klettaveggjum þar sem leggurinn liðast upp vegginn. Verður 1,5 m há í náttúrunni en hæstu og kröftugustu plönturnar í ræktun verða 2,5 m háar. Þarf stuðning með bambuspriki.Augustine Henry kom henni í ræktun í Evrópu og það skýrir latneska nafnið á henni.