Stönglar eru 30-150(-200) sm háir, purpuralitir við grunninn, 1-3 stönglar koma upp af hverjum lauk. Stönglar eru með stöngulrætur. Laukar eru 3×4 sm, skriðulir, hvítir með purpuraslikju, hreistur aflöng-egglaga, ydd. Lauf 7,5-20×1 sm, stakstæð, dökkgræn, aflöng, lensulaga, útstæð, jaðrar aftursveigðir, 3-7 tauga, taugarnar eru áberandi á neðra borði, stakstæð en mörg saman neðst á stönglinum. Blóm 1-2, stundum allt að 10 í sveip, ilmandi, trektlaga lárétt. Blómleggir 5-15 sm upprétt. Blómhlífarblöð 12-20×2,5-6 sm hvít innan, utan hvít með purpura slikju, oddar baksveigðir, hunangsgróp græn. Frjóhnappar gulir til purpura, frjó brún til gul. Blóm 7-9×2 sm, fræ 0.5 sm Oft ræktuð sem tvíæringur.v. pricei Stockerer fjallaform úr 3000 m hæð. Stönglarnir eru aðeins 30-40(-60) sm háir með 1-2 löng blóm sem eru litsterkari en hjá aðaltegundinni. Heppileg í steinhæðir.
Uppruni
Taivan.
Harka
5
Heimildir
= 1,Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. third ed. London.
Fjölgun
Auðræktuð upp af fræi og ekki er víst að hún lifi veturinn af hér nema í gróðurhúsi.
Notkun/nytjar
Í trjáa- og runnabeð, fjölæringabeð. Vex frá sjávarmáli upp í 3000 m hæð í eldfjallajarðvegi og á grasengjum.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum. Lítt reynd en lofar góðu í Grasagarði Reykjavíkur (HS).