Stönglar eru með stöngulrætur, allt að 75 sm háir, gáróttir, grænir, með rauðbrúnar doppur, ullhærðir. Laukar 1,2-5×2 sm, skriðulir. Hreistur 1-0,6 sm , hvít, lensulaga. Lauf 5-15×0,5-0,3 sm, stakstæð, bandlaga til lensulaga, 3-5 tauga, jaðrar hærðir. Lauf í krönsum neðan við blómin. Blóm 1-6, upprétt, bollalaga, allt að 10 sm breið. Þau eru í sveip, blómleggir hærðir, allt að 9 sm langir, útstæðir. Blómhlífarblöð 5-10×1,5-3,5 sm, baksveigð, öfuglensulaga, skærrauð-fagurrauð, með brúnrauðar doppur, grunnur gulur, mjór. Frjó rautt. Aldin 5 sm.
Uppruni
NA Asía.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Fræ, hliðarlaukar, laukhreistur.
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð, fjölæringabeð.
Reynsla
Harðgerð-meðalharðgerð, nokkuð lík flekkulilju (L. maculatum) og stundum talin afbrigði af henni t.d. í Japan (H.S.)Var sáð í Lystigarðinum 1993, dó 1999.