Lilium cernuum

Ættkvísl
Lilium
Nafn
cernuum
Íslenskt nafn
Lotlilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölæringur og laukplanta.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður.
Blómalitur
Lillalitur, purpura, bleikur eða stöku sinnum hvítur, doppur purpuralitar.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
60-(90) sm
Vaxtarlag
Uppréttir, laufóttir stönglar.
Lýsing
Falleg lilja. Stönglar eru með stöngulrætur, allt að 60(-90) sm háir, grænir, stundum með brúnar doppur, gáróttir. Laukar, 3×3 sm, hreistur skörðuð, lensulaga til egglaga, þykk, hvít, slétt. Lauf mjó, minna á gras, 8-15×0,1-0,5 sm, stakstæð, flest á 1/3 hluta (miðhluta) stöngulsins, 1-3 tauga, legglaus. Blóm 1-14, 3,5 sm breið, ilma, í drúpandi klasa, blómleggir útstæðir, 6-10 sm, blómhlífarblöðin mjög mikið aftursveigð, standa stutt, lillalit, purpura, bleik eða stöku sinnum hvít með purpura doppum. Frjó lillalit, aldin 2 sm, fræ 6-7×4,5 m.
Uppruni
Kórea, NA Mansjúría, Ussuri.
Harka
3
Heimildir
= 1,Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. third ed. London.http://www.davesgarden.com
Fjölgun
Þessari lilju er alltaf fjölgað með fræjum. Hún er notuð í kynbótum á bleikum, pastellitum og hvítum liljum. Kemur fljótt upp af fræi, oft skammlíf.
Notkun/nytjar
Beð í góðu skjóli.Hentug til að rækta innanhúss.
Reynsla
Þrífst vel í Grasagarði Reykjavíkur, var sáð í Lystigarðinum 2011 og gróðursett í beð 2015.