Lilium canadense

Ættkvísl
Lilium
Nafn
canadense
Íslenskt nafn
Kanadalilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölæringur og laukplanta.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Gulleit að mestu og með dökkar doppur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
60-150 sm
Vaxtarlag
Uppréttir, laufóttir stönglar.
Lýsing
Kjötkenndar, jarðstöngul-neðanjarðar renglur með fáein, hvít til gulleit hreisturblöð, sem koma með nýja, litla æxlilauka í endann á hverju ári. Upp af þeim vaxa hvert vor 60-150 sm háir stönglar með laufkransa. Lauf eru 15×2 sm, lensulaga til öfuglensulaga, 5-7 tauga, yfirleitt í krönsum, Langir, fíngerðir, bogsveigðu blómleggirnir bera allt að 20 blóm í sveiplíkri blómskipun. Blómin 10-12 bjöllulaga, drúpandi, í sveip. Blómleggir allt að 20 sm langir. Blómhlífarblöð 5-7,5×2,5 sm, lítt aftursveigð í oddinn, gulleit að mestu og með dökkar doppur. Frjó gult-brúnt. Aldin 3 sm.Ýmis afbrigði geta haft aðra blómliti svo sem múrsteinsrautt, ýmis appelsínulit litbrigði og hreingult. v. coccineum Pursh.Blómin múrsteinsrauð með gular doppur í gininu.
Uppruni
A N-Ameríka.
Heimildir
= 1,Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. third ed. London.
Fjölgun
Fjölgað með fræi sem spírar hægt.
Notkun/nytjar
Vex á rökum engjum, í skurðum og í skógarjöðrum.
Reynsla
Ekki auðræktuð. Þarf súran, rakan, vel framræstan jarðveg þ.e. sand-mó-leirkenndur jarðvegur blandaður möl. Það er vel þess virði að reyna að rækta þessa glæsilegu liljutegund.
Yrki og undirteg.
Lilium canadense L. v. coccineum Pursh. var sáð í Lystigarðinum 1991, dó 1997.