Stönglar eru með stöngulrætur, allt að 90 sm háir, grænir. Laukar sammiðja, 2,5 sm breiðir. Hreistur oddbaugótt, hvít. Lauf 8-13×0,3-0,8 sm, stakstæð, bandlaga, 3-5 tauga, oddar þykkari en blaðkan. Blóm allt að 10, drúpandi, túrbanlaga, 4 sm breið, í klösum, blómleggir 7 sm langir. Blómhlífarblöð 3-4 sm, appelsínurauð með svartar doppur við grunninn, frjó appelsínulit. Aldin 4 × 2 sm.
Uppruni
Kína, Japan, Kórea, Taívan.
Heimildir
= 1,Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. third ed. London.
Fjölgun
Fjölgað með fræjum.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinum 2003 og flutt út í beð 2005.