Lilium

Ættkvísl
Lilium
Yrki form
'Lollypop'
Íslenskt nafn
Skrautlilja*
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Samheiti
Lilium Lollipop
Lífsform
Fjölæringur og laukplanta. Asíublendingur (Asiatic hybrid).
Kjörlendi
Laukarnir eru gróðursettir með 15-20 (40-45) sm millibili í beð eða beðjaðra. Plantið nokkrum laukum saman í grúppur. Lilium 'Lollypop' er líka góð í ker.
Blómalitur
Fagurrósbleikur/ljósgráfjólublár.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
(30-45)-75-(80) sm
Vaxtarlag
Uppréttir, laufóttir stönglar.
Lýsing
Blómin eru 75-150 mm breið, næstum hvít rjómalit inn við miðju, með brúna bletti. Blómhlífarblöðin fagurrósbleika/ljósgráfjólublá, purpura til endanna, vita út eða upp á við og eru í klasa á stöngulendanum. Stönglarnir eru sterkbyggðir, uppréttir, (30-45)-75-(80) sm háir. Laufin eru glansandi dökk græn, mjólensulaga, haldast græn allt sumarið.
Uppruni
Yrki / Cultivar.
Heimildir
Upplýsingar af umbúðunum,http://www.shelmerdine.com, http://www.learn2grow.com, http://www.davesgarden.com,http://www.answers.yahoo.com,http://www.americanmeadows.com,http://www.ces.ncsu.edu
Fjölgun
Fjölgað með hliðarlaukum, einnig með æxlilaukum úr blaðöxlunum og meðlaukhreistrum. Oftast fjölgað með laukum sem myndast neðanjarðar.Líklega myndar plantan ekki fræ, blómin eru ófrjó, eða það slær til baka, þ.e. unga plantan er ekki eins og móðurplantan. Ef safna á fræi er hýðin látin þorna á plöntunni áður en þau eru opnuð og fræinu safnað.
Notkun/nytjar
Fjarlægið dauð blóm en látið stönglana standa áfram. Laukarnir eru látnir vera á sínum stað og blómstra ár eftir ár. Vex fremur hratt og búast má við að plantan lifi í a.m.k. 10 ár. Nokkuð þolin gagnvart stórborgarmengun. Mjög góð til afskurðar.
Reynsla
Laukar (2 stk.) voru gróðursettir í Lystigarðinn 2003, blómstruðu mikið 2010 og margir nýir stönglar höfðu myndast síðan 2003, mun fleiri hjá lauknum sem naut meiri áburðar og vökvunar á sumrin en hinn, einnig urðu stönglarnir mun hávaxnari.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Asíublendingar eru nú sá hópur garðaliljuyrkja sem er lang algengastur, enda mjög auðvelt að rækta. Þessi blendingar úr þessum hóp kom fyrst fram í Bandaríkjunum og var nefndur Mid-Century blendingar í fyrstu. Í samanburði við austurlandablendinga blómstra Asíublendingar fyrr, plönturnar eru ekki eins hávaxnar, blómin eru ögn minni. Asíublendingar eru komnir af tegundum frá M og A Asíu, svo sem Lilium amabile, L. bulbiferum, L. dauricum og L. lancifolium (syn. L. tigrium) til að nefna nokkrar. Þess vegna eru litbrigðin mörg og breytileikinn mikill. Asíublendingar eru með blóm sem eru upprétt, vita upp á við eða út á við eða eru hangandi, venjulega ilmlaus og eru stjörnulaga með fjölda litbrigða svo sem gulu, appelsínulitu, bleiku, rauðu, hvítu og tvílitu. Nokkrar Asíublendinganna eru gulir svo sem Connecticut King og þekktur rauður blendingur er Gran Paradiso. Asíublendingar þrífast best með blómin í sólinni og neðri hluta stönglanna í skugga. Fjölgað með hreisturgræðlingum.