Lilium

Ættkvísl
Lilium
Yrki form
'Prominence'
Íslenskt nafn
Skrautlilja*
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Samheiti
Lilium 'Firebrand'
Lífsform
Fjölæringur og laukplanta.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður.
Blómalitur
Hárauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
um 80 sm
Vaxtarlag
Uppréttir, laufóttir stönglar.
Lýsing
Blómin eru hárauð, stjörnulaga, opin, vita út á við. Stönglar eru um 80 sm háir.
Uppruni
Yrki / Cultivar.
Heimildir
Upplýsingar af umbúðunum.
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Vaxtarstaður þarf að vera sólríkur og í skjóli fyrir næðingum, en ekki alveg upp við vegg, þar verður of þurrt. Jarðvegur þarf að vera vel framræstir, frjór og hæfilega rakur, ekki of þungur, með mikið af lífrænum efnum.Laukar eru gróðursettir 15 sm djúpt og með 25 sm millibili. Laukar eru látnir vera á sínum stað og blómstra þar ár eftir ár. Mælt er með að setja t.d. lauf yfir moldina svo að hún haldi rakanum betur. Klippið dauð blóm af en látið stönglana standa áfram.Liljan er höfð í blönduð beð og beðkanta.
Reynsla
Laukar voru keyptir í Lystigarðinn 1989, góðar 2002, blómstruðu mikið 2010 og stönglum hafði fjölga mikið síðan 1989.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Kom undir Lilium Prominence