Ligustrum vulgare

Ættkvísl
Ligustrum
Nafn
vulgare
Íslenskt nafn
Markarunni
Ætt
Smjörviðarætt (Oleaceae).
Lífsform
Sumargrænn runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Móhvítur.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
- 5 m
Vaxtarlag
Sumargrænn, uppréttur runni, sem getur orðið allt að 5 m hár, þéttur í vextinum. Nývöxtur dúnhærður. Lauf aflöng-egglaga til lensulaga, hárlaus, dökkgræn.
Lýsing
Blómin móhvít, í þéttum, uppstæðum og endastæðum skúf, allt að 5 sm, illa lyktandi. Aldin smá, egglaga til hnöttótt, blásvört, gljáandi.
Uppruni
N Evrópa.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í trjá og runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tveir runnar sem sáð var til 1981, kólu mikið framan af, minna í seinni tíð.
Yrki og undirteg.
'Aureum' lauf gullgul. 'Chlorocarpum' blómin grængul. Báðum þessum yrkjum hefur verið sáð í Lystigarðinum.