Fjölær jurt, næstum hárlaus, verður allt að 50 sm há. Stönglar þétt þaktir trefjóttum laðleifum neðst. Lauf þríhyrnd að ummáli, 2 eða 3 fjaðurskipt, 5-10 sm. Flipar bandlensulaga, 3-5 mm.
Lýsing
Sveipir með 7-10 geisla. Stoðblöð og smáreifablöð engin eða allt að 3 talsins. Krónublöð rauð eða purpura. Aldin 4-6 mm, egglaga-aflöng.
Uppruni
S & SA Evrópa.
Harka
6
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1998 og gróðursett í beð 2004, þrífst vel. Lítið ræktuð enn sem komið er hérlendis, harðgerð (H.Sig.).