Fjölær jurt, næstum hárlaus, verður allt að 150 sm há. Stönglar þétt þaktir trefjóttum blaðleifum neðst. Lauf þríhyrnd að ummáli en 3-5 fjaðurskipt, allt að 30 sm. Flipar lensulaga til mjó öfugegglaga, 4-15 mm. Stoðblöð venjulega engin.
Lýsing
Sveipir með 20-50 geisla. Reifablöð 5-8. Krónublöð hvít. Aldin 5-6 mm, sporvala til aflöng-egglaga.