Ligularia calthifolia

Ættkvísl
Ligularia
Nafn
calthifolia
Íslenskt nafn
Hófskjöldur
Ætt
Asteraceae (Körfublómaætt).
Samheiti
Ligularia hodgsonii J. D. Hooker var. calthifolia (Maxim.) KoidZ; Senecillis calthifolia (Maxim.) Kitam.; Senecio calthifolius (Maxim.) Maxim.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
30-80 sm
Vaxtarlag
Stönglar upprétt, 30-80 sm hár, 2,5 mm í þvermál við grunninn, grunnlauf hárlaus, hvít skúm- eða smádúnhærð og stutthærð efst.
Lýsing
Grunnlauf með legg, leggurinn langur og grannur, 2-4 x lengri en blaðkan, grunnur með slíður, laufblaðkan hjarta-nýrlaga eða hjarta-egglaga, jaðrar með snubbóttar eða hvasstennt, oddur snubbóttur eða hvassyddur. Mið- og efstu laufin 1 eða 2, lík, en minni en grunnlaufin, grunnur laufleggs víkkar út í slíður. Körfur (1 eða)2-4 í hálfsveip, stoðblöðin egg-lensulaga, jafn löng og blómskipunarleggnurinn, hvít-smádúnhærð, blómskipunarleggurinn allt að 9 sm, stutt brúnhærður, aukastoðblöð mjó lensulaga, jafn löng eða lengri en reifarnar. Reifar breið-bjöllulaga eða skállaga, 1,2-1,3 x 1,3-1,8 sm, með brún hæringu. Reifablöð (5-)8-12, þéttsköruð, egglaga-aflöng eða mjólensulaga, hvassydd, broddydd. Innri reifablöð breiðari, 2-kjöluð á kúptu úthliðinni, jaðar himnukenndur. Geislablóm gul, 8-10, tungan band-spaðalaga, 2-3 sm x 4-6 mm, pípan 7-9 mm. Pípukrýndu blómin fjölmörg, 1,2-1,3 sm, pípan um 6 mm. Fræin brún, sívöl, 7-10 mm, gárótt. Svifhárakrans rauðbrúnn, ögn lengri en pípa pípukrýndu krónunnar.
Uppruni
Tempraði hluti Asíu.
Heimildir
= Flora of China, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200024200
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, sem stakstæðar plöntur, í þyrpingar.
Reynsla
Þrífst vel og hefur vaxið lengi í gamla körfublómabeðinu í Lystigarðinum.