Lewisia cotyledon

Ættkvísl
Lewisia
Nafn
cotyledon
Ssp./var
v. heckneri
Höfundur undirteg.
(C.Morton) Munz.
Íslenskt nafn
Stjörnublaðka
Ætt
Grýtuætt (Portulacaceae).
Lífsform
Sígræn, fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikpurpura með fölar og dökkar rákir, stundum hvítur-rjómalitur með bleik-appelsínulitar rákir,
Blómgunartími
Maí-júlí.
Hæð
- 30 sm
Vaxtarlag
Sígrænn fjölæringur, allt að 30 sm hár í blóma og með lauf sem mynda þétta, flata, sammiðja hvirfingu, allt að 30 sm í þvermál.
Lýsing
Jaðrar laufa með kjötkenndar tennur. Krónublöð 16-20 mm.
Uppruni
N Kalifornía
Harka
6
Heimildir
1, 22
Fjölgun
Sáning, skipting síðsumars.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skriðubeð, í kanta skrautblómabeða.Náttúrulegir vaxtarstaðir eru í 450-2135 m h.y.s í sprungum og grýttar brekkur, venjulega á graníti eða basalti,
Reynsla
Þrífst vel í Lystigarðinum, ber falleg blóm og sáir sér dálítið.