Lewisia cotyledon

Ættkvísl
Lewisia
Nafn
cotyledon
Yrki form
'Little Plum'
Íslenskt nafn
Stjörnublaðka
Ætt
Grýtuætt (Portulacaceae).
Lífsform
Sígræn, fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Plómulitur, purpurableikur.
Blómgunartími
Maí-júlí.
Hæð
- 30 sm
Vaxtarhraði
Meðalvaxtarhraði.
Vaxtarlag
Þéttvaxin planta, 15-30 sm há og breið.
Lýsing
Fjölæringur með plómu- til purpurableik blóm, sem minna á baldursbrá, blómin á þéttum stönglum og með þykk, sígræn lauf. Glæsileg blóm.
Uppruni
Yrki.
Harka
6
Heimildir
1, http://www.monrovia.com
Fjölgun
Skiptið hnausnum annað eða þriðja hvert ár snemma vors.
Notkun/nytjar
Steinhæðaplanta. Gróðursetjið í steinhæðir, í jaðra og kanta. Þrífst vel í meðal framræstum jarðvegi. Þarf léttan, framræstan jarðveg móti sól. Þegar plantan hefur komið sér fyrir í jarðveginum þarf hún vökvun aðeins af og til. Verjið gegn of miklu vatni að vetrinum. Gott er að setja möl kringum rótarhálsinn til að halda vatninu frá og koma í veg fyrir að rótarhálsinn rotni og plantan deyi.
Reynsla
Þrífst vel í Lystigarðinum, ber falleg blóm.