Lewisia cotyledon

Ættkvísl
Lewisia
Nafn
cotyledon
Íslenskt nafn
Stjörnublaðka
Ætt
Grýtuætt (Portulacaceae).
Lífsform
Sígræn, fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikpurpura með fölar og dökkar rákir.
Blómgunartími
(Maí) Júní-júlí.
Hæð
-30 sm
Vaxtarlag
Sígrænn fjölæringur, allt að 30 sm hár í blóma með lauf sem mynda þétta, flata, sammiðja hvirfingu, sem er allt að 30 sm í þvermál.
Lýsing
Grunnlauf 3-14 × 1-4 sm, spaðalaga, öfuglensulaga eða öfugegglaga, djúpgræn og ögn bláleit, stundum með bleika slikju, þykk og kjötkennd, mjókka að grunni og mynda væng, blómleggur með kjöl. Stöngullauf 5-10 mm, stakstæð, aflöng til egglaga, minna á stoðblöð. Blómskipunin myndar fremur þétta skúfa, 10-30 sm langa. Blómin 2-4 sm í þvermál, bikarblöðin 2 talsins, 4-6 × 3,5-7 mm, hálfkringlótt eða breiðegglaga. Krónublöðin eru 7-10 talsins, 10-20 × 3-6 mm, öfuglensulaga, öfugegglaga eða spaðalaga, bleikpurpura með fölar og dökkar rákir, stundum hvít rjómalit með bleik-appelsínulitar rákir, aprikósulit eða gul. Fræflar 5-12 mm.
Uppruni
NV Kalifornía, SV Oregon.
Harka
6
Heimildir
1, 22, http://www.ashwoodnurseries.com
Fjölgun
Skipting, sáning. ---Auðfjölgað með fræi sem safnað er og sáð samsumars í bakka, síðan dreifplantað í bakka og svo flutt út í beð.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skriðubeð, í hlaðna grjótveggi. -------- Náttúrulegir vaxtarstaðir eru í 300-2290 m h.y.s. í sprungum í klettum, í granítklöppum, sandsteini eða malarskriður, aðallega norðan í móti, oft mosavaxnar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til plöntur frá 1975, líka eru til yngri. Þrífast vel, eru blómviljugar, bera falleg blóm og sáir sér dálítið. Harðgerð jurt, auðræktuð en þolir illa umhleypinga.
Yrki og undirteg.
v. cotyledonJaðrar laufa sléttir, krónublöð (8-)12-14 mm.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR.FRÆSÖFNUN:Árangursríkast er að safna fræi á eftirfarandi hátt: Þegar blómin eru visnuð er blómskipunum safna og þær geymdar í stóru, opnu íláti (það þarf að lofta vel). Fræin halda áfram að þroskast á greinunum (nota næringu og vatn úr leggjunum til þess) og hrynja svo eða eru hrist niður í ílátið. ----------------------------------------------------------------------------RÆKTUNÚti í náttúrunni er fjallablöðkur oft að finna þar sem þær vaxa lóðrétt í skugga í klettasprungum, þar sem ræturnar ná í raka en rótarháls plöntunnar er alveg þurr. Ef þess er kostur ætti að finna svipaðan vaxtarstað í garðinum.Vel framræstur jarðvegur er ákjósanlegur, dálítið súr, og þegar plantan hefur náð rótfestu vex hún vel í hvaða sprungu sem er. Fjallablöðkur (Lewisa spp.) eru frostþolnar. ---------------------------------------------------------------------------------------------SÁNING:Fræ fjallablöðku þarf forkælingu til að spíra vel. Mælt er með að sá í febrúar til mars, annað hvort í köldu gróðurhúsi, í sólreit eða utandyra í skjóli við norðurvegg. Upphitun er alveg óþörf, en það er nauðsynlegt að skýla gegn miklum kulda.Notið sáðmold og litla plastpotta, vökvið moldina vel. Sáið um 50 fræjum í pott og þekið með þunnu sandlagi eða möl. Setjið á skuggsælan stað og skýlið með potti eða bakka á hvolfi. Fræið spírar fljótt (á 14 dögum) við bestu aðstæður, en oftast tekur það fræið um mánuð að spíra.Hátt hitastig getur tafið spírunina í allt að 6 mánuði. Ef ætlunin er að ala upp kímplöntur að sumri er sáð til þeirra á venjulegan hátt í raka mold og sáningin sett í kæli í 2-3 vikur (ekki í frysti). Flytjið á svalan, skuggsælan stað og bíðið spírunar. Fylgist vel með þar sem fræið á það til að spíra í kælinum.Sígrænum blendingum og tegundum er dreifplantað þegar plönturnar eru orðnar nógu stórar til að handfjatla þær, 24 kímplöntur í venjulega stærð af bökkum (25 x 55 sm). Ræktið áfram í gróðurhúsi eða sólreit, haldi svölum og hafið góða loftræstingu og þegar laufin eru farin að snertast er plönturnar settar í 8-9 sm potta. Í dreifplöntunarmoldina er bætt vikri/sandi og laufmold. Þegar plönturnar hafa komið sér vel fyrir í pottunum er þeim plantað út á framtíða staðinn, í steinhæðina, í skriðuna eða í kalt gróðurhús. Umpottið eftir þörfum. Sumargrænar tegundir eru hafðar í bakkanum fyrsta árið. Pottið þeim eða umpottið að haustinu.