Sígræn planta. Snotur blaðhvirfing, mjó, dökkgræn lauf. Grannur, langur stöngull vex upp úr hvirfingunni.
Lýsing
Plantan ber mörg, purpuralit, rauðrófupurpura eða skær rósbleik blóm. Þrífst best í hálfskugga, í rökum en vel framræstum jarðvegi. Er álitin af sumum vera sama og L. columbiana ssp. rupicola, en er þéttavaxnari og nettari í vextinum. Þessi einkenni erfast frá einni kynslóð til hinnar næstu.
Uppruni
Yrki.
Harka
5
Heimildir
1,22
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skriðubeð, í hlaðna steinveggi.
Reynsla
Þrífst vel í Lystigarðinum, ber falleg blóm og sáir sér dálítið.