Lewisia columbiana

Ættkvísl
Lewisia
Nafn
columbiana
Íslenskt nafn
Geislablaðka
Ætt
Grýtuætt (Portulacaceae).
Lífsform
Sígræn, fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Móhvítur með bleikar æðar eða djúp bleik-rauðrófupurpura.
Blómgunartími
Maí-júlí.
Hæð
- 30 sm
Vaxtarlag
Næstum legglaus, sígrænn fjölæringur, allt að 30 sm hár í blóma. Laufin mynda annað hvort gisna, fremur óreglulega hvirfingu eða þétta, sammiðja hvirfingu.
Lýsing
Grunnlauf mörg, 2-10 × 0,3-0,8 sm, mjó-öfuglensulaga eða næstum bandlaga, fremur djúp mattgræn, ekki bláleit, kjötkennd, flöt eða með grunna gróp á efra borði. Stöngullauf 5-18 mm, stakstæð, lítil og minna á stoðblöð. Blómskipunin er gisinn, margblóma skúfur, 10-12(-30) sm langur. Blómin 1-1,5 sm í þvermál, bikarblöð 2 talsins, 1,5-3 sm, næstum kringlótt. Krónublöðin 4-9(-11) talsins, 5-13 mm, aflöng eða öfugegglaga, liturinn breytilegur frá því að vera móhvítur með bleikar æðar eða djúp bleik-rauðrófupurpura. Fræflar 5 eða 6. ;Mjög útbreidd og breytileg tegund.
Uppruni
V N Ameríka (Kalifornía, Oregon).
Harka
5
Heimildir
1, 22
Fjölgun
Sáning, skipting að haustinu. ---- Auðfjölgað með fræi sem safnað er og sáð samsumars í bakka, síðan dreifplantað í bakka og svo flutt út í beð.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skriðubeð, í steinveggi. ---- Náttúrulegir vaxtarstaðir eru áveðurs í fjallabrekkum í 850-1675 m h.y.s.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til plöntur frá 1975 og líka yngri. Þrífast vel, eru blómviljugar og sá sér stundum. Harðgerð jurt, en þolir illa vetrarumhleypinga
Yrki og undirteg.
ssp. wallowensis (Hitch.) J. E. Hohn. ex B. Mathew.Plantan er 5-15 sm há í blóma. Laufin allt að 4 sm. Krónublöð 5-11 mm, hvít með bleikar æðar.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR.FRÆSÖFNUN:Árangursríkast er að safna fræi á eftirfarandi hátt: Þegar blómin eru visnuð er blómskipunum safna og þær geymdar í stóru, opnu íláti (það þarf að lofta vel). Fræin halda áfram að þroskast á greinunum (nota næringu og vatn úr leggjunum til þess) og hrynja svo eða eru hrist niður í ílátið.