Leuzea rhapontica

Ættkvísl
Leuzea
Nafn
rhapontica
Íslenskt nafn
Skarihúnn
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rauður eða purpura.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
70-130 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, stönglar hvít-ullhærð.
Lýsing
Laufin hárlaus á efra borði, lóhærð neðan, grunnlauf 60 x 15 sm, grunnur hálf-hjartalaga, með legg. Stöngullauf heil eða lýrulaga, legglaus. Blómskipunin allt að 10 sm í þvermál, kúlulaga. Smáreifablöð aflöng til egglaga, bikarsneplar 1 sm breiðir, kringlóttir, brúnir. Smáblóm rauð eða purpura. Svifhárakrans allt að 2 sm.
Uppruni
Alpafjöll.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Sem stakstæð planta eða aftast í skrautblómabeð.
Reynsla
Skipta þarf plöntunni á nokkurra ára fresti.